Baggalútur

Ég kemst í jólafíling


Imprimir canciónEnviar corrección de la canciónEnviar canción nuevafacebooktwitterwhatsapp

Jafnan í desember þegar jól gera við sig vart
Þá er alvanalegt að tína fram dáldið jólaskart
Og alltaf finnst mér jafn gaman, gæskur
Er getum við hengt það upp saman

Ég kemst í jólafíling, algeran jólafíling
Ég kemst í jólafílinginn með þér

Við neglum grenigrein upp á vegg, græjum fjöltengin
Og inn úr garðinum dreg ég snjóbarinn normansþin
Við tendrum gyðingaljós í glugga
Og guð hvað þau eru alltaf kósí

Ég kemst í jólafíling, klikkaðan jólafíling
Ég kemst í jólafíling með þér

Elsku vinur, ég skóinn út í glugga fann
Ef þú ert þægur færðu kannski gott í hann
Gleðileg jól, já jól og friðsæld um gervallan heim
Og skál, skál, skál – skál fyrir okkur tveim

Jólin, jólin eru fín
Gleðileg jól og friður á jörð
Farsælt nýtt ár

Ég kemst í jólafíling, sjúklegan jólafíling
Ég kemst í jólafíling með þér, með þér
Snemma í desember

Kominn í jólagírinn, horngrýtis jólagírinn
Dettum í jólagír á ný með þér


Autor(es): Bragi Valdimar Skulason