Sigríður Thorlacius

Annað haust


Print songSend correction to the songSend new songfacebooktwitterwhatsapp

Náttúran er nakin
og nýtur sín í botn.
Af nefi dropar rakinn.
Þú nennir ekki að fægja þín vopn.

Þín augu neista nóttu.
Úr nóttu heyrist raust.
Er rok og bylji þaggar.
Nú er komið annað haust.

Rekur, tekur, rífur í sig allt
sem grænt er, gott er.
Gefur ekkert, allt.
Vetur, betur færi þér að vera aðeins rakur.
Svo reifalaus við gætum kannski spásserað um grund.

Að löngum vetri liðnum
lifnar aftur allt.
Er sofið hefur eilífð.
Þann morgun verður aldrei aftur kalt.

Rekur, tekur, rífur í sig allt
sem grænt er, gott er.
Gefur ekkert, allt.
Þú vetur, betur færi þér að vera aðeins rakur.
Svo reifalaus við gætum kannski spásserað um grund.


Writer/s: Sigurður Guðmundsson

The most viewed

Sigríður Thorlacius songs in July