Sigríður Thorlacius

Desemberkveðja


Print songSend correction to the songSend new songfacebooktwitterwhatsapp

Með heiðríkju í huga mér
ég heilsa upp á desember
Uppáhellt í heitri krús.
Við heiminn er ég nokkuð dús.

Borðið allt að því autt,
allt svo viðburðasnautt.
Stund til að staldra við.
Hugur hvarflar svo vítt.
Hjarnið sindrandi hvítt.
Öll svartsýni sett á bið.

Þá fellur á mig föl af snjó,
ég fyllist tregablandinni ró.
Og lífið er gott eina ljúfsára stund
en það er líklega tímabundið.

Ég sendi þér dálitla desemberkveðju.
Já dulitla dáfagra desemberkveðju.
Frá mér hún flýgur til þín.

Næturmyrkrið mesta dvín.
Ég myndast við að ná til þín.
Dagrenningin ölvuð er.
Og einsemdin svo bölvuð hér.

Því sannleikurinn er sá
að ég sakna þín smá.
Og mest svona að morgni til.
Síðan sækir mig á
soldil fortíðarþrá.
Hún hryggir mig hér um bil.

Við dagsbrúnina brakar snjór.
Bara að ég ætti einn bjór!
Og tilveruna - til tilbreytingar
töluvert betur ég skil.

Ég sendi þér dálitla desemberkveðju.
Já dulitla dáfagra desemberkveðju.
Frá mér hún flýgur til þín.
Frá mér til þín.

Ég færi þér dálitla desemberkveðju.
Dísæta dýrindis desemberkveðju.
Frá mér hún flögrar til þín.
Frá mér til þín.


Writer/s: Bragi Valdimar Skúlason, Sigurður Guðmundsson

The most viewed

Sigríður Thorlacius songs in July