
Freistingar
Hér er ég kominn til þín eins og forðum
og ætla mér að hinkra um stund hjá þér.
Mig langar til að lýsa því með orðum
sem liggur þyngst á hjarta mér.
Við skulum reyna að gera gott úr þessu
þó geðslagið það hafi verið stirt.
Úti verður ýmislegt að klessu
svo endilega komdu hér og vertu um kyrrt.
Það settist aldrei sólin milli okkar
og við sluppum nokkuð vel - eða það fannst mér.
En tíminn allar tilfinningar flokkar
Þessi tregi kviknar ekki af sjálfum sér.
Það er engin leið að láta tímann bíða.
Nei hann lallar hjá hvað sem fyrir er.
Yfir minningarnar mínúturnar skríða.
Því er mikilvægt að eyða þeim með þér.
Writer/s: Bragi Valdimar Skúlason, Sigurður Guðmundsson