Sýnir
Ljósið blindar lýgur
myrkrið sýnir sannleikann
sem týnist sýnist
skaðlegur en síðar
munt þú skilja.
Ég er fín kona
en klædd í kókaín,
vín, vona að vorið komi brátt
bráðum verði hlýtt,
eitthvað nýtt.
Ég er sú sem alltaf þagði,
ég er sú sem aldrei sagði
Ég leita í harðari efni
í vöku og svefni.
Autor(es): LAUFEY SOFFIA THORSDOTTIR, MARGRET ROSA DORU-HARRYSDOTTIR, SOLVEIG MATTHILDUR KRISTJANSDOTTIR