KÓSÍKVÖLD Í KVÖLD


Skelfing er ég leiður á því að húka hér
Ég hugsa að þú þurfir einhvern að strjúka þér
Ég þrái það að komast klakklaust heim á ný
Æ, komdu við í ríkinu – ekki gleyma því

Ég ætla að byrja á því að demba mér í
Furunálafreyðibað
En ekki fara eitthvað að dúlla þér þar
Þú veist mér leiðist það
- Þá kemst ég aldrei að

Sæktu sloppana, ég skal poppa
Það er kósíkvöld í kvöld
- Vídeó, rauðvín og ostar
Sötrum rósavín, deyfum ljósin
Það er kósíkvöld í kvöld
- Rólegheit, hvað sem það kostar

Algert óhóf, spennulosun og spilling blind
Sparistellið, franskar vöfflur – og hryllingsmynd
Mér áskotnuðust vindlar, við skulum púa þá
Ég væri til í pottinn, nennirðu að skrúfa frá?

Meðan við kúrum saman tveir fær enginn
Máttur skilið okkur að
Æ, viltu auka leti mína og sækja
Pínu meira sjokkólað?
- Og eitthvað útí það?

Svæfðu krakkana, sæktu snakkið
Það er kósíkvöld í kvöld
- Kavíar, rauðvín og ostar
Sæktu flísteppið og rjómaísinn
Það er kósíkvöld í kvöld
- Dejlighed, hvað sem það kostar

Smelltu límonaði í sódastrímið
Það er kósíkvöld í kvöld
- Kamparíís, kex og ostar.
Skelltu Donóvan á grammófóninn
Það er kósíkvöld í kvöld
- Kærlighed, hvað sem það kostar

Fáðu þér vinur minn, dass af gini
Það er kósíkvöld í kvöld
- Smávindlar, trúnó og ostar


Autor(es): Bragi Valdimar Skulason